námsgátt

Hágæðanám í öflugum erlendum háskólum....fyrir þig

Sendu okkur línu

Velkomin/nn í námsgáttina

Við bjóðum upp á heildstæða og faglega þjónustu sem styður við ferðalag þitt að mennta þig við frábæra erlenda háskóla. Okkar metnaður liggur í að styðja þig í einu og öllu sem snýr að þessari vegferð.

Testimonial Image

Nám við erlenda háskóla....lykillinn að þinni velgengni

Skoðaðu framboð okkar á hágæðanámi í viðurkenndum alþjóðlegum háskólum. Frábærar aðstæður til náms, fjölmargar námsleiðir og öflugir kennarar tryggja gæði náms og búa þig undir draumastarfið.

Testimonial Image

Okkar markmið

Við byggjum á samstarfi við öfluga háskóla víða um heim og stefnum að því að styðja þig í að sækja menntun í þessa háskóla...allt frá umsókn til útskriftar.

European University Cyprus

EUC býður upp á alþjóðlega viðurkennt hágæðanám í læknisfræði, tannlækningum og dýralækningum. Engin inntökupróf og kennt er á ensku. Frábær aðstaða í öruggu landi innan ESB.

NABA, Istituto Marangoni og Domus Academy

Þrír einstakir listaháskólar bjóða upp á fjölbreyttar og spennandi gráður í alþjóðlegu lista- og hönnunarnámi. Hægt er að stunda námið í Mílanó og Róm á Ítalíu en einnig í London, París og á Miami.

Noroff – School of Technology and Digital Media

Noroff býður upp á fjölbreytt nám í tækni, stafrænni miðlun og tölvuleikjagerð. Allt nám fer fram online og kennt er á ensku. Námið er hagnýtt og hnitmiðað sem eykur líkur á að fá skemmtilegt starf við hæfi eftir útskrift.

Regent´s University London

Byggðu upp farsælan feril í einum öflugasta viðskiptaháskóla England's, Regents University í stórborginni London, alþjóðlegri miðstöð fjármálafyrirtækja og fjárfestingasjóða.

Skoðaðu námsframboð okkar

Viltu vita meira um ákveðna námsleið?

Sendu okkur línu

Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu þér að kostnaðarlausu:

Aðstoðum þig við að meta og velja nám
Uppfræðum þig um námið, háskólann og allar aðstæður
Sjáum um umsóknarferlið fyrir þig í nánu samráði við háskólann
Ráðgefum þér varðandi námslán á Íslandi
Veitum þér áframhaldandi stuðning þegar þú þarft á að halda

Umsóknarferlið

01

Hafðu samband

Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst eða með því að skila inn umsókn.

02

Fáðu allar upplýsingar

Við veitum allar nauðsynlegar upplýsingar og bjóðum upp á Teams símtal.

03

Einföld skráning

Við leiðbeinum þér í gegnum umsóknarferlið.

04

Umsókn skilað til okkar

Skilaðu umsókn til okkar og við komum þér inn í námið.

Um stofnanda námsgáttar

Þór Clausen er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við menntamál frá árinu 2002. Fyrst hjá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann stýrði símenntunar- og stjórnendanámi háskólans. Síðan 2009 hefur Þór starfað sem ráðgjafi í menntamálum víðs vegar um Evrópu. Þar hefur hann komið að ýmsum háskólatengdum verkefnum og meðal annars unnið fyrir háskóla í Noregi, á Spáni, í Englandi og á Kýpur. Þór hefur undanfarin sex ár starfað náið með frönsku háskólakeðjunni Galileo Global Education sem á og rekur 60 háskóla víða um heim.

Viltu vita meira um ákveðna námsleið?

Sendu okkur línu