Námið samanstendur af nútímalegum og spennandi fögum og byggir á alþjóðlegum gæðastöðlum frá Evrópu og Bandaríkjunum
Frábær aðstaða með hágæðabúnaði til notkunar við kennslu. Rafrænar brúður notaðar við tannlækningar og allar rannsóknastofur búnar nýjustu tækni og tannlæknatólum
Fjölbreyttur hópur nemenda og öflugur alþjóðlegur hópur kennara tryggja að samvinna í hæsta gæðaflokki í náminu sé til staðar og að nemendur öðlist alþjóðlega sýn og reynslu þegar kemur að tannheilsu og munnheilsu
Tannlæknanámið er alþjóðlega viðurkennt og er tannlæknadeild háskólans meðlimur í Association for Dental Education in Europe (ADEE)
Tannlæknastofa á campus
Nemendur fá að sinna alvöru viðskiptavinum í stólunum á tannlæknastofunum sem undirbýr þá í raunhæfri vinnu fyrir að starfa sem tannlæknar.
Viðurkenning námsins
Námið í tannlækningum hjá EUC er viðurkennt af öllum ríkjum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins.
Alþjóðlegir nemendur
Námið hefur dregið að nemendur frá ýmsum löndum, þ.á.m. Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Bretlandi, Írlandi, Frakklandi og Grikklandi.
Stuðningur við nemendur
Litlir hópar nemenda vinna saman að raunhæfum verkefnum í nánu samstarfi við kennara sem veita stöðugan stuðning.
Sérhæfingar/sérnám
Útskrifaðir tannlæknar eru hæfir til að fara beint í framhaldsnám/sérnám í tannréttingum, skurðaðgerðum á tanngarði, barnatannlækningar og tannsmíðar.
Hafðu samband til að fá upplýsingar eða til að sækja um.
EUC hefur hlotið hæstu einkunn hinnar virtu stofnunar QS sem gefur háskólum einkunn fyrir ýmsa þætti. QS metur háskóla á alþjóðlegan mælikvarða og einblínir á fimmtíu mismunandi þætti. Einkunnagjöfin nær frá 1-5 með 5 sem hæstu einkunn. EUC hefur hlotið fimm stjörnur fyrir kennslu og kennslufræðilega nálgun, starfshæfni eftir útskrift, alþjóðlegt nám og alþjóðlegir innviðir háskólans, gæði náms á netinu. Sérstaklega ber að nefna að nám háskólans í læknisfræði hefur einnig hlotið fimm stjörnur fyrir að vera alþjóðlega samkeppnishæft gæðanám.