Nám í læknisfræði

Nám í læknisfræði í hæsta gæðaflokki, öflug verkleg þjálfun frá fyrsta degi með fyrsta flokks búnaði við frábærar aðstæður

Námsgráða

Læknir (MD) - 6 ára nám

Tungumál kennslu

Enska

Staðsetning

Á campus í höfðuborginni Nicosia á Kýpur og í Frankfurt í Þýskalandi

Næsta inntaka

Október 2024

Alþjóðlega viðurkennt nám af heimssamtökum um læknanám (World Federation for Medical Education)
Námið er byggt á stöðlum Evrópusambandsins og á öðrum viðurkenndum alþjóðlegum stöðlum um læknanám og heilsugæslu
Þjálfun fer fram á ríkisreknum og einkareknum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum
Fjölbreyttur hópur nemenda m.a. frá Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Íslandi, Austurríki, Írlandi, Kanada, Bandaríkjunum og Grikklandi
Námið hlaut fyrstu verðlaun fyrir besta námið í læknisfræði og fyrir besta aðbúnað fyrir nema í læknisfræði í alþjóðlegum samanburði frá Crestron International Awards
Námið undirbýr nemendur fyrir frekari sérhæfingu í læknisfræði sem og í klínískum rannsóknum
Öflugur tæknibúnaður og líkön sem tryggja raunhæfa þjálfun nemenda
Aðgengi að hágæðabúnaði og rannsóknarstofum sérhönnuðum fyrir nám í læknisfræði

EUC býður einnig upp á nám í læknisfræði í Frankfurt í Þýskalandi: Í kjölfar mikilla vinsælda námsins í læknisfræði við háskóla EUC á Kýpur, stofnaði EUC útibú í Frankfurt í Þýskalandi og hóf þar kennslu í læknisfræði haustið 2022. Þar nema nú um 160 nemendur læknisfræði. Öll aðstaða í Frankfurt, líkt og á Kýpur, er til fyrirmyndar, ný tæki og búnaður og sérhannaðar skóla- og rannsóknastofur. Frankfurt er lítil stórborg en styður fullkomlega við frábæra námsleið og undirbýr nemendur til að starfa sem færir læknar í alþjóðlegu umhverfi með öll tilskilin evrópsk leyfi og réttindi.

Hafðu samband til að fá upplýsingar eða til að sækja um.

Sendu okkur línu

Af hverju nám við EUC á Kýpur?

Testimonial Image

Eitt af öruggustu löndum í heimi

Kýpur er í Evrópusambandinu

80% Kýpurbúa tala bæði grísku og ensku

Alþjóðlegur háskóli þar sem allt nám í heilbrigðisgreinum er kennt á ensku

Allt nám hjá EUC er lánshæft nám hjá Menntasjóði á Íslandi

Íslendingar nú þegar á meðal nemenda

Fyrsta flokks þjónusta í öllum samskiptum við nemendur

Öruggt umhverfi og alltaf gott veður

Viltu vita meira um ákveðna námsleið?

Sendu okkur línu

Í tölum

10,000+

Nemendur

90

Lönd sem nemendur koma frá

23,500

ALUMNI

94%

Hlutfall útskrifaðra sem fá vinnu beint eftir útskrift

Námið

USMLE

Námið er viðurkennt af Educational Commission for Foreign Medical Graduates (ECFMG) og gerir nemendum og þeim sem útskrifast úr læknanámi frá EUC að taka prófið „US Medical Licencing Examination – USMLE“ til að starfa sem læknir í Bandaríkjunum.

IMI - Viðurkenning til að starfa innan ESB og EES

Viðurkenning til að starfa innan Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins – Alþjóðleg viðurkenning frá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu sem sér um „International Market Information Systems“ gagnagrunninn sem veitir útskriftarnemum réttindi með „European Professional Passport“ til að starfa sem læknir eða fara í frekara sérnám í læknisfræði í Evrópusambandinu og á evrópska efnahagssvæðinu.

Starfsnám

EUC er í samstarfi við fjölmörg fyrsta flokks sjúkrahús og heilsugæslustöðvar, t.a.m. The German Oncology Center í Þýskalandi, The American Medical Center á Kýpur, Hygeia Sjúkrahúsið, IASO landsspítala þeirra Grikkja og Athens Medical Center.

Sumarstarfsnám

Boðið er upp á sumarstarfsnám í fjölmörgum sjúkrahúsum sem EUC vinnur náið með, t.d. á Kýpur, í Þýskalandi, í Grikklandi, í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Alþjóðlegar viðurkenningar

Námið er viðurkennt af World Health Organization (WHO), World Medical Association og af International Association of Medical Regulatory Authorities.

Hermilíkön og hæfniþjálfun

Fullkomin hermilíkön þegar kemur að í tengslum við þjálfun nemenda. Fullbúnar læknastofur og til staðar á campus stöðluð göngudeild líkt og á fullbúnu sjúkrahúsi.

Fjölmargir samstarfssamningar

EUC er með fjölmarga samstarfssamninga við mörg af öflugustu sjúkrahúsum bæði á Kýpur og í Þýskalandi.

Nóbelsverðlaunahafar á meðal kennara

Í kennarateymi námsins eru aðilar sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun í læknisfræði.